Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Goðatindur

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjóri Jón Árnason

Fjall eitt mikið og hátt og bratt mjög er fyrir ofan bæ þann er á Hofi heitir í Álftafirði. Það heitir Goðatindur og uppi á honum á að hafa verið hof eitt mikið, og dró bærinn nafn af því. Þar sjást nú steinar ferhyrndir og þykir ei ólíklegt að þeir hafi verið í húsvegg. Það var eitt í helgisiðum þeirra er hofið áttu að þeir gengu berfættir upp á tindinn til hofsins.