Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Goðatindur

Úr Wikiheimild

Fjall eitt mikið og hátt og bratt mjög er fyrir ofan bæ þann er á Hofi heitir í Álftafirði. Það heitir Goðatindur og uppi á honum á að hafa verið hof eitt mikið, og dró bærinn nafn af því. Þar sjást nú steinar ferhyrndir og þykir ei ólíklegt að þeir hafi verið í húsvegg. Það var eitt í helgisiðum þeirra er hofið áttu að þeir gengu berfættir upp á tindinn til hofsins.