Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Grannagarður

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Grannagarður

Nálegt Staðastað er Grannagarður; allir Jökulfarar þekkja hann. Hann er byggður yfir þvert Staðarholt milli vatns og sjóar. Er mælt að Grani er bjó á Staðastað hafi látið byggja hann og sett þar mann til að taka toll af öllum lestamönnum er um holtið færu. Hélzt þetta unz Norðlingar drápu tollheimtumanninn.