Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Guð hjálpi þér, bróðir minn!
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Guð hjálpi þér, bróðir minn!“
„Guð hjálpi þér, bróðir minn!“
Það er í annálum ritað að svartidauði hafi fyrst komið upp út í Babýlon þannig að menn hafi verið að grafa upp fornar rústir; hafi þá sézt sem svartar agnir um loftið sveima og því væri hann kallaður svartidauði. Hann byrjaði þannig að menn fengu ákaflegan hnerra, og í sömu svifum blóðgusan og andinn með.
Þá voru bræður tveir á ferð; fékk annar geysilegan hnerra; þá segir hinn: „Guð hjálpi þér, bróðir minn!“ Þannig er sagt að sá fagri siður hafi upp komið að biðja Guð að hjálpa sér nær menn hnerra. Bróðurnum, þeim er hnerraði, batnaði.