Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Hér logar Maríuljós í þúfu

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Hér logar Maríuljós í þúfu“

Á einum bæ var það eitt kvöld seint að bóndi þóktist viss um að svartidauði væri aðeins ókominn. Tendrar hann þá þrjú kertaljós og setur út í náttmyrkrið. Síðan heyrir hann að sagt er: „Skal hér heim?“ – „Nei, hér logar Maríuljós í þúfu.“ Á þenna bæ kom svartidauði ekki.