Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Hallsteinn Goði, son Þórólfs mostraskeggs
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Hallsteinn goði, son Þórólfs mostrarskeggs
Hallsteinn goði, son Þórólfs mostrarskeggs
Fornsögur geta þess um hann að hann hafi herjað á Skotlandi, haft þaðan með sér þræla og látið þá vinna að saltgjörð í Svefneyjum. Einhverjar fleiri sérstakar sögur hafa orðið að fara af honum í fornöld sem nú eru týndar þar sem hann er kallaður blátt áfram „Hallsteinn goði af Hallsteinsnesi sem þrælana átti“; en af hverju hann er kenndur við þræla þessa finnst hvergi í fornum sögum. Í munnmælum er það haft að hann hafi einu sinni komið að þrælunum sofandi í eyjunum og hafi hann þá orðið svo reiður að hann hafi látið hengja þá milli kletta tveggja norðan til á eyjunni og þar af dragi Svefneyjar nafn sitt. En klettarnir þar sem þrælarnir voru hengdir heita síðan Gálgi.