Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Hofströnd

Úr Wikiheimild

Hofströnd (bær)[1] kvað draga nafn af hofi sem þar hafi staðið og er enn vísað til tóftarinnar. Þar sýnist og hafa staðið hús í fornöld, ferhyrnt, hér um fjórir faðmar á hæð og dyr móti útnorðri. Eins þykir mér líklegt að hér hafi verið fjárborg, þó aðrar menjar þeirra sem hér sjást séu allar kringlóttar. Þessi ferhyrnda er mörgum öldum eldri og eru ei nema bungur á grundinni sem marka veggjastæðin.

  1. Í Borgarfirði eystra.