Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Hrafna-Flóki

Úr Wikiheimild

Það er sagt um Flóka Vilgerðarson í Landnámu, hinn þriðja af Norðmönnum er fyrstur fann Ísland (hér um bil 865) að því sem menn hafa nú sögur af, að hann hafi haft með sér hrafna þrjá til að vísa sér leið út hingað sem hann hafði blótað til þess í Noregi. Af þessu var hann kallaður Hrafna-Flóki. Um hann er sú sögn enn að hann hafi verið svo mikill vexti að hann hafi stigið í einu spori yfir Þorskafjörð þveran; heita þar Flókavellir er hann stökk af, en Flókavallagnípa er hann steig á hinumegin fjarðarins.