Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Hvalkálfurinn og ketillinn

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Einu sinni voru tveir menn í Fljótsdalshéraði að segja hver öðrum sögur. Annar sagðist hafa einu sinni séð hvalkálf reka upp á sandana sem hefði verið svo stór að skolturinn hefði náð austur undir Ósfjöllin, en sporðurinn norður undir Hlíðarfjöllin. „Það þykir mér ekki svo mikið,“ segir hinn, „því ég get sagt þér allt eins merkilega sögu. Einu sinni var ég á ferð og kom þangað sem tólf menn voru að smíða einn ketil; stóðu allir niðrí honum og voru að slá út á honum bumbuna; en svo var langt á millum þeirra að þó þeir kölluðu svo hátt sem þeir gátu heyrðu þeir ekki hver til annars.“ „Til hvurs ætti þessi stóri ketill hafi verið smíðaður?“ segir hinn. „O! sjálfsagt til að sjóða í stóra hvalkálfinn.“