Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Illþurrka

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Illþurrka

Á innanverðu Skarðinu milli Skarðs og Búðardals þar sem vötnum hallar er dys og varða sem heitir Illþurrka og eiga allir sem í fyrsta sinni ríða þar hjá að taka stein af hestbaki og kasta í dysina. Undir dysinni er sagt að sé galdrakona eður völva; hún vildi ekki láta grafa sig að kirkju, heldur þar sem hvorki heyrðust klukknahljóð frá Búðardal né Skarði; frá Illþurrku ber og leiti á milli og kirkjunnar í Búðardal.