Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Ingveldur í Hrappsey

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Ingveldur í Hrappsey

Benidikt Jónsson [1658-1746] bóndi á Hrappsey faðir Boga hins gamla [1723-1803] átti konu þá sem Ingveldur hét. Hún var skörungur mikill og að mörgu afbrigði annara kvenna að allri atgervi. Hún var svo sterk sem karlar þeir styrkastir vóru og var það því til marks að eitt sinn sneri hún að gamni sínu tinkönnu sundur milli handa sér.