Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Junkaragerðisbræður

Úr Wikiheimild

Junkaragerði hét bær einn í Höfnum suður. Þar bjuggu bræður tveir, afarmenn hinir mestu. Þá var sjósókn mikil í Höfnunum, en þó sköruðu þeir bræður fram úr öllum öðrum Hafnamönnum; reru þeir sex- eða áttæru skipi tveir einir. Mikil öfund lék öðrum Hafnamönnum á atgjörvi og afla þeirra bræðra. Gerðu þeir margar tilraunir til að stytta þeim aldur fyrir utan það hvað þeir spilltu veiðarfærum þeirra. Oft söguðu þeir sundur keipanagla þeirra, en þeir reru þá við kné sér. Loksins boruðu þeir sundur árar þeirra undir skautum; en við það fórust þeir.

Sagt hefir mér verið að þeir væru útlendir menn og af þeim taki bærinn nafn. Það er samt óviðfellt útlenzkir jungherrar færu til sjóróðra; því trúi ég því miður.