Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Kirkja flutt frá Bæ að Árnesi
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Kirkja flutt frá bæ að Árnesi
Kirkja flutt frá bæ að Árnesi
Í bæ hér í Trékyllisvík er auðséð að staðið hefir kirkja því ennþá sést þar glöggt fyrir kirkjugarðinum og mörgum leiðum í garðinum þar í túninu, og mun það ef til vill vera kirkja sú er Finnbogi hinn rammi lét gjöra á bæ sínum. Ég veit nú ekki hvenær kirkjan hefur verið lögð þar niður og flutt hingað að Árnesi, en mjög stutt er milli Bæjar og Árness og rennur lítil á milli bæjanna. Það eru almæli hér að kirkjan hafi verið flutt frá Bæ að Árnesi vegna þess að ljós hafi sést loga á kvöldum í Árnesi þar sem kirkjan stendur nú, og hafi menn því flutt kirkjuna frá Bæ að Árnesi, því þar hafi verið álitinn helgari staður fyrir hana.