Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Klukkusandur

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjóri Jón Árnason

Það er kunnugt af fornum sögum að maður sá sem Örlygur hét Hrappsson, norskur að kyni, hafði tekið við trú á Suðureyjum og fór svo út hingað kristinn. Eitt meðal annara áhalda sem að kristni lutu og hann flutti út með sér var járnklukka, og er sú sögn ein um hana að hún hafi fallið útbyrðis áður en þeir Örlygur urðu landfastir við Kjalarnes, en fundizt aftur í þarabrúki í Sandvík þar sem þeir tóku land. Þar heitir enn í dag Klukkusandur á Kjalarnesi sem klukkan fannst fyrst rekin á land; þó finnst þess örnefnis ekki getið í fornsögum.