Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Kolur á Kolsstöðum

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Kolur á Kolsstöðum

Á Austfjörðum bar svo til í fyrndinni að úti fyrir Loðmundarfirði svokölluðum strandaði þar sjóforingi sem Kolur hét. En hann náði landi, fer svo til sveita og reisir bú á þeim bæ sem Kolsstaðir heita, en svo fór að hann náði mestöllu skipi sínu. Býr hann svo þarna í þrjú ár, en lætur flytja skip sitt og allt sem hann átti inn í svokallaðan Norðdal og segir svo fyrir að þar skuli hann heygður verða. Var það svo gert. Haugur þessi stendur á sléttum aurum og er að ummáli þrjú hundruð faðmar niður við jörðu, en hundrað á hæð og er haugur þessi kenndur við hann síðan og kallaður Kolur. Sama er um sker það er hann braut skip sitt á og bæ þann sem hann bjó á, er allt kennt við hann.