Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Mókollshaugur
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Mókollshaugur
Mókollshaugur
Upp af Steindal í Kollafirði í Strandasýslu ganga nokkrir smádalir. Einn þeirra heitir Mókollsdalur. Efst í dalnum er Mókollshaugur, ákaflega stór og snarbrattur á allar hliðar; þar er sagt að Mókollur eða Kollur, einn hinna fyrstu landnámsmanna, sé hauglagður með öllu fé sínu. Mun það vera allt sami maður sem Landnáma kallar Kolla er „nam Kollafjörð og Skriðinsenni og bjó undir Felli norðan meðan hann lifði.“ Það er sagt að Mókollur hafi viljað láta heygja sig þar sem hvorki klukknahljómurinn frá kirkjunni sem þar er næst (Fellskirkja) raskaði ró sinni né heldur að sól fengi skinið á haug sinn; en við hinu síðara hefur þó ekki orðið séð með öllu því sól skín á hauginn nokkurn tíma sumarsins.