Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Nöldraðu sæll á skjá
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
„Nöldraðu sæll á skjá“
„Nöldraðu sæll á skjá“
Drengur einn kom í harðindum til bónda (á glugga um nótt?) og bað hann að gefa sér matarbita. Bóndi tók því lítið, en sagðist skyldi gefa honum Kamb í Króksfirði ef hláka yrði komin um fótaferðartíma. Um nóttina blotaði og þá var drengur að raula fyrir munni sér:
- Nöldraðu sæll á skjá, (al.: Stanglaðu sæll á skjá)
- ég á Kamb í Króksfirði (al.: Kamb á ég í Króksfirði)
- og kotin öll þar hjá.[1]
Er svo sagt að drengur hafi fengið Kamb í Króksfirði og dóttur bónda með.
- ↑ En ég Jón Árnason hefi heyrt vísuna svo:
- Komdu sæll minn, minn,
- maldrandi á skjá;
- ég á Kamb (Kurf) í Króksfirði
- og kotin öll þar hjá. [Hdr.]