Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Narfastaðir

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Narfastaðir

Á Narfastöðum í Melasveit hefur sá maður búið í fornöld sem Narfi hét og dregur bærinn nafn af honum. Suðaustur frá bænum í túninu heitir Narfaleiði; þar á Narfi að vera heygður. Engin sjást þar ummerki til haugs nema að hellusteinn ákaflega mikill er þar eins og hann sé reistur upp á rönd framan í hólbarði. Sunnar í túninu heitir Gullþúfa og hefur tvisvar verið grafið í hana, en í báðum sinnum sýndist þeim sem grófu bærinn standa í ljósum loga og hlupu því til að bjarga, en bærinn var óhaggaður þegar að var komið. Austur frá Gullþúfu er enn í túninu á Narfastöðum hóll hár nokkuð. Hann heitir Skiphóll; þar er sagt að Narfi hafi komið fyrir skipi sínu. Þegar stappað er uppi á Skiphól tekur undir í honum af tómahljóði eins og hann væri holur innan.