Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Nikulásargjá

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Nikulásargjá

Þjóðsögurnar geta og þess ef menn fyrirfara sér sjálfir og einkum ef það eru heldri menn og af sérstaklegum orsökum. Þannig heitir Nikulásargjá gjá sú sem liggur austanvert við Lögberg á hinum forna þingstað Íslendinga á Þingvöllum og eru þau drög til þess að Nikulás sýslumaður Magnússon í Rangárvallasýslu skal hafa steypt sér í hana af því hann óttaðist að hann mundi falla á mannorðsmáli sem hann átti í um það leyti. Þessi viðburður er sagt að hafi orðið 1742.