Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Oddur hundsbarki

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Oddur hundsbarki hét forðum alþingisböðull nokkur sem sókti hvert þing eins og höfðingjarnir og fékk kaup fyrir starfa sinn á þinginu. Einu sinni kemur hann heim af þingi og segir: „Magurt þing hjá oss valdamönnunum, enginn flengdur, enginn hengdur og enginn tekinn af. Skitna fimmtán dali fékk ég fyrir ferðina.“