Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Reyðarártindur

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Reyðarártindur

Reyðarártindur heitir fjallstindur einn hár í Austur-Lóni í Skaftafellssýslu. Það er sagt að maður einn gekk upp á tind þenna og fann þar rauðan tréstubba. Hafði hann legið þar síðan Nóaflóð. Hann tók flís af trénu. Gjörði þá á hann veður hvasst og illt svo hann efaðist um að hann mundi heim komast. Hét hann þá á Stafafellskirkju að gefa henni tréflísina ef hann kæmist heim. Gekk honum þá betur og er flísin enn í kirkjuhurðinni á Stafafelli.