Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Skal hér heim?

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
„Skal hér heim?“

Þegar svartidauði gekk var það um dagsetursbil að bóndi leit út í glugga og varð þess var að eitthvað tvennt reið fyrir ofan og heyrir að sagt er: „Skal hér heim?“ – „Nei, hér er gras í túninu sem við megum ekki koma nærri.“ Á þenna bæ kom svartidauði ekki.