Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Snjólfur sterki

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Maður hét Snjólfur; hann bjó í Álftaveri (?) eða einhvurstaðar fyrir austan Mýrdalssand. Hann var fjarskalega sterkur. Er það sagt til merkis þar um að einu sinni þegar hann kom úr verinu gafst reiðhestur hans upp undir honum nokkuð utarlega á Mýrdalssandi. Hann vildi ekki skilja hestinn þar eftir í bjargarleysi, enda ekki drepa hann. Lagði hann þá hestinn á bak sér og bar hann austur af sandinum þangað sem björg var. Snjólfur hefir verið svo snemma uppi að barnabarnabörn hans munu nú vera uppi. Vestur-Skaftfellingar mega kunna fleiri sagnir af honum.