Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Steinninn á Hofi

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Steinninn á Hofi

Hof er næsti bær fyrir framan Goðdali í Skagafirði. Fyrir utan bæinn sést móta fyrir hústóft, sem nú er grasi vaxin og sést á stöku stað steinalagið standa upp úr; þar skal hofið hafa staðið. Þegar grafið var í þessa tóft kom upp úr henni steinn nokkur stór og er klappaður djúpur bolli kringlóttur ofan í steininn (gæti það ekki verið hlautbolli og brúkaður við blótið?). Steinn[inn] er nú settur í norðurkamp bæjardyranna. Ég skoðaði hann í haust.