Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Svartidauði (1)

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Svartidauði

Um það bil sem svartidauði tók að geisa var það siður bónda á einum bæ að hann las á hverjum morgni vetur, sumar, vor og haust. Eitt sinn var verið að taka saman hey því rigningarlega leit út. Vildi nú bóndi fara heim að lesa, en sumir löttu hann þessa og sögðu það væri nær að bjarga heyinu. Varð það þó úr að bóndi fór heim með fólki sínu og las. Um daginn sáust tveir ofurlitlir skýhnoðrar; færðust þeir nær og stækkuðu og urðu loksins að karlmanni og kvenmanni sem riðu gráum hestum. Þau riðu fyrir ofan garð hjá bónda; þá segir hún: „Skal hér heim?“ „Nei,“ segir hann, „það var oss ekki boðið.“ Nú dundi svartidauði yfir, en á þenna bæ kom hann aldrei og lifði þar allt fólk af.