Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Vörzlugarður í Langadal
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Vörzlugarður í Langadal
Vörzlugarður í Langadal
Eftir Langadal í Húnavatnssýslu liggur garður frá Engihlíð fram að Auðúlfsstaðaá. Garður þessi er mjög gamall sem sjá má af því að víða eru skriður fallnar yfir hann svo hann er sumstaðar með öllu sokkinn. Hann liggur neðan til í brekkunum og er skammt eitt upp til hans frá sléttu. Hvergi er hann hærri en tvær álnir, en sumstaðar sést hann eigi þó skriður valdi því eigi, t. a. m. á melum þar sést hann eigi. Það er ætlun manna að þessi garður hafi verið hlaðinn til að verja engi, og fyrir því að slíkir garðar eru víðar á Íslandi þá er það alllíklegt.