Ólafsvíkurenni
Útlit
Ólafsvíkurenni
Höfundur: Jónas Hallgrímsson
Höfundur: Jónas Hallgrímsson
Frumprentun í Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson. B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina. Khöfn 1847.
- Riðum við fram um flæði
- flúðar á milli’ og gráðs,
- fyrir Ólafsvíkurenni,
- utan við kjálka láðs.
- Fjörðurinn bjartur og breiður
- blikar á aðra hlið,
- tólf vikur fullar að tölu,
- tvær álnir hina við.
- Hvurt á nú heldur að halda
- í hamarinn svartan inn,
- ellegar út betur til þín?
- Eggert, kunningi minn!