Önnur auglýsing Jörundar hundadagakonungs
Höfundur: Jörundur hundadagakonungur
Auglysing
[breyta]Island er laust og lidugt frá Danmerkur Ríkisrádum.
Öll yfirvöld Kóngs, þeir sem eru innfæddir Islendskir, og vilja vera trúir sínu Födurlandi, samt afleggja Eid uppá þad, ad uppfylla sína Embættis Skyldu, skulu fullvissast um þeirra fullu Laun og Betalíng.
Sérhvörr innfæddur íslendskur Embættismadur, sá er hagar sér skickanlega, skal haldast í Heidri.
Allar Pensionir til Eckna, Barna og frá Embættum frígéfinna Embættismanna, skulu útbetalast.
Yfirvöldin í sérhvörju Amti og Bygdarlagi skulu sorga fyrir ad útvelja dugandis og skynsamann Mann, sem ber Skynbragd á Landsins Asigkomulag, og sem skal vera Formadur fyrir sínu egin Bygdarlagi, Öll Lög og Tilskipanir skulu koma frá þessum Bygdarlaga Formönnum. Þessa Menn skal Landid fæda, og allt skal vera uppá eins Máta, og ádur enn Landid var undir Norvegs Kóngum.
Sérhvör Yfirvalldspersóna, sem má standa í sínu Embætti, skal géfa mér skriflega til kynna, ad hann vilji vera vid sína Sýslun, og skal þetta Bréf vefa komid, nær 14 Dagar lída, frá nærliggjandi Sveitum, og 7 Vikur frá fjærstu Plátsum, utan svo sé, ad Vedur og Landsvegir skyldu orsaka lögmæta Hindrun, og skal þá Orsökina nefna, hvarfyrir á þessu hefir Brestur ordid. Vilji einn edur annar ecki vera vid sitt Embætti, þarf hann eda þeir ecki vænta nockrar Hjálpar af Stjórnarrádinu, og verdur þá annar Embættismadur settur í hans Stad.
Engvir, nema innfæddir Islendskir skulu setjast til Lögsögudæmis, og vera Forgángsmenn Landsmanna sinna.
Island hefir sitt egid Flagg.
Island hefir Frid um alla Veröld, og Fridur skal grundvallast á föstum Fæti vid England, sem vill láta Island njóta sinnar Varatektar.
Island skal setjast í ordulegt Varnarstand.
Öll Hospitöl og Skólavæsenid skulu reglulegar innréttast.
Allar Skuldir, sem svarast egu, annadhvört til þeirrar fyrrverandi dönsku Ríkisstjórnar, ellegar til þeirra Faktóra, sem hafa Vidskipti vid dönsk Höndlunarhús, og sem mögulega heimsendast kynnu til Danmerkur, megu ecki borgast; en sérhvörr er frí frá svoddan Gjaldi, svovel til Kóngs, sem þessháttar Kaupmanns; en skyldi einhvörr þarámóti borga nockud af Skuld sinni til þvílíkra, þá skal hann neydast til ad bæta alla Skuldina til núverandi Stjórnarráds.
Kornvörur megu engannveginn seljast med svo háu Verdi, sem nú gengur, en Verd þeirra skal falla.
Allir Islendskir frígéfast fyrir Helftinni af öllum þeirra Sköttum til 1ta Júlii 1810.
Islendskum leyfist hindrunarlaust ad reisa fram og aptur, og kaupslaga í Landinu eptir eginn Þótta, med hvörjum sem sýnist, þó ecki þeim, sem verdsla fyrir Danska.
Allir verulegir Embættismenn og Persónur, skulu sækja Betalíng til mín, og afgjöra adrar Sakir vid mig, þartil Islendskir senda þeirra eginn Forstödumenn.
Enginn Islendskur má dæmast eda straffast, þó ad Forstöðumenn séu samankomnir, án þess 12 Menn hafi ádur sagt, ad Straffid væri ad Maklegleikum.
Öll Yfirvöld í Landinu, hvör helst sem eru, skulu bera Umsorgun fyrir, ad hindra allt Samqvæmi med dönskum Skipum hvadan sem þau svo koma, svo ega þau og ad géfa inn Lista til mín, hvad mikla Kornvöru medþurfi til sérhvörs Distrikts, svo hún verdi flutt fyrir Vetrartímann. Sú Rádstafan skal ské, ad Landid sé byrgt fyrir 1 Ar fyrifram af Kornvörum.
Ad sönnu eru Islendskum géfin framanskrifud Fríheit, þó ad vidlögdu Straffi, ef þair gjöra á Hluta nockurs dansks Manns, sem hefir haft Embætti Kóngs á Hendi, líka svo þess, sem hefir haft Vidskipti vid dönsk Verdslunarhús, ef þeir ecki annars dreifa sér vid Almenníngs Sakir.
Forstödu-mönnunum skiptist þannig: í Sudur-Amtinu 3, í Austur-Amtinu 1, Nordur-Amtinu 2, og Vestur-Amtinu 2.
Reykjaviik, þann 26ta Junii 1809.
Jörgen Jörgensen