Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/38

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið staðfest

29

Auðvitað ekki“. sagði maðurinn. „Haltu nú áfram, eins og dugleg og skynsöm stúlka, eins og þú ert; þú hefur unnið þér frelsi, og eg skal ekki svipta þig því!“ Konan þrýsti barni sínu að brjósti sér og gekk hratt burtu. Maðurinn stóð og horfði á eptir henni.

Elísa hljóp örvæntingarhlaup sitt yfir fljótið einmitt í rökkrinu; hin gráa þoka, er hóf sig hægt upp úr fljótinu, sveipaðist umhverfis hana, er hún hvarf upp á bakkann, og hið þrungna vatnsfall með hinum veltandi ísjökum, myndaði vonlausa ófæru á milli hennar og ofsóknara hennar. Haley sneri því harðla óánægður til gestgjafa hússins, til þess að hugsa um hvað gjöra skyldi.