Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/77

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið staðfest

68

„Ó, kæra missus, — kæra missus Eva!“ sagði barnið grátandi, „eg skal reyna, — eg skal reyna! Eg hef ekkert kært mig um það áður.“

St. Clare lét tjaldið aptur fyrir hurðina. „Mér dettur hún móðir mín í hug,“ sagði hann við frændkonu sína; „það er satt, sem hún sagði mér: ef við viljum gefa blindum sýn, þá verðum við að vera reiðubúin til að leggja hendur yfir þá.“