Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/8

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið staðfest

FORMÁLI.


Saga þessi heitir fullu nafni á frummálinu: „Uncle Toms cabin” (kofi Tómasar frænda), kom út í fyrsta sinn árið 1852 og hefur verið þýdd á allar tungur norðurálfunnar. Það er heimsfræg saga, bæði fyrir það, hve ágætlega hún er rituð, og sakir þess, hve mikinn og góðan þátt hún átti í afnámi þrælahaldsins í Bandaríkjunum.

Síðan saga þessi kom fyrst út, hefur hún verið gefin út bæði á ensku og öðrum tungum, talsvert stytt, þannig, að sleppt hefur verið nokkru úr ýmsum köflum hennar, einkum úr lýsingunni á hinni harðýðgislegu meðferð, er Tómas frændi varð að sæta hjá Legree.

Hér er að mestu fylgt ágripi því af sögunni, sem prentað er í „The New Royal Readers”.

Þýðandinn.