79
„Eg er andstæð öllum þessum frelsishreifingum,“ sagði hún, „látirðu svertingjann hafa húsbónda yfir sér, gjörir hann sínar sakir full vel, en gefirðu honum frelsi, þá verður hann latur og vill ekki vinna. Eg hef margopt séð það. Það er engin bót að frelsi fyrir harm.“ Hún þverneitaði að fara eptir óskum manns hennar viðvíkjandi Tómasi.
Ophelía gjörði þessu næst það, sem hún helzt hugði mundi vera Tómasi til góðs. Hún skrifaði frú Shelby bréf, lýsti fyrir henni kringumstæðum Tómasar, og hvatti hana til að veita honum hjálp sína; en bréf þetta kom ekki til skila fyr en um seinan.
Daginn eptir var Tómas seldur á uppboði ásamt nokkrum öðrum þrælum.
Illvættur ein í mannslíki, að nafni Legree, keypti Tómas frænda.
Æfi hins gamla, dygga manns varð nú svo aum, að slíku má naumast trúa. Meðferðin, sem hann varð að sæta hjá þessum nýja húsbónda, var svo grimmúðleg og sam vizkulaus, að naumast er unnt að lýsa henni. Það nægirað geta þess, að eptir að hann var búinn að þola óumræðilega meðferð mánuðum saman, þá húðstrýkti Legree hann svo að við sjálft lá að hann missti lífið. Orsökin til þess var sú, að Tómas hafði neitað að hýða ambátt eina, er hafði móðgað Legree. Öðru sinni var það að tveir þrælar struku, og Tómas neitaði að gefa nokkrar upplýsingar um það. Þá varð Legree óður