Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/108

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

104

32. Loksins mey eg nam ad ná, Níl þó fleygi straumi blá, loga Freyu flóa þá, féck eg dregid landid á.

33. Øll tilfinníng flúin var, í føllum stinnu vatna þar; eg til minnar módur bar, Menju svinna gullreimar.

34. Henni képtumst hjúkra vid; heilsu tepta bauga Gná, daginn eptir fjør og frid, féck, og slepti rúmi þá.

35. Blítt eg horfdi augum ad, orma dýnu frídri Nó, enn ecki þordi ad þenkja, hvad, þá í mínum huga bjó.

36. Þackar silgju Sólin mér; sídan módur qvedja vann, beiddi fylgja á brautu sér, blessud góda stúlkan mann.

37. Háum kletti einum á (eg þad rétt í huga ber) nidur settist sætan þá, og soddan fréttir þuldi mér:

38. „Leingi eg minnast mun á þig, mér sem hlynna nádir dátt; hér skalt finna á morgun mig, mun eg vinna ad launa smátt.“

39. Frá mér vendi frúin skreytt; fundum lýkur beggja þar; innra kendi eg eitthvad heitt, aldrei slíkur fordum var.

40. Daginn eptir árla þá, út ad róla mig eg bar; fætur keptust klettinn á, klæda Sólin ljómar þar.