Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/11

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin






Fyrsta Ríma.


Líd þú nidur um ljósa-haf, litud hvíta skrúdi, kjærust Idun! oss þig gaf, Alfadir ad Brúdi.

2. Módir stefja minna hlý, mjúklynd, føgur sýnum, lát mig vefjast innaní, arma-løgum þínum.

3. Andleg gétin ockar kyns, afqvæmin sem fóstrum, lát þú eta ódáins-epli af þínum brjóstum.

4. Fyrst þú átt þau eplin há, sem ellibelgnum fleygja, æi! láttu ecki þá, úngana mína deya.

5. Skuld óborna mjaka má, mér ad heljar rockrum, en ei vil eg Nornin nídist á, nidjunum, Idun! ockrum.

6. Kom nú, háa heillin mín! hugann sjúka ad styrkja, himnesk ljá mér hljódin þín, hætti mjúka ad yrkja.

7. Fyltu blessud brjóstid nú, birtu hugarsjónar, sérhvørt vessid signir þú, sem vor harpa tónar.

8. Vini orum, Idun! þá, sem edlid prýdir spaka, bera þorum børnin smá, og bidja hann vid ad taka.