Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/128

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

124

15. Kóngur sá, er eyu á, arka náir vega, lætur þá í hornin há, hrópa ákaflega.

16. Fara saman Hárs í ham, hópar ramir beggja; skjøldur hlam, þar herinn nam, hvøssum grami leggja.

17. Þad var nær, sem þrumur tvær,þreyngist ærar saman, skýin hræra þúngu þær, þróttinn stæra raman.

18. Svartar fara Sikleyar, sveitir þar í flockum; hvur ormþvara og boga bar, og brynjurnar á skrockum.

19. A fæti hýdir Leó lýd, leizt nú tíd ad vega; Númi rída nam, og stríd, nærir grídarlega.

20. Kastor sjóli í kérru stól, knúdi fólin skjalda; gráum dóli Grana kjól, og Grímnirs sól nam valda.

21. Logar háu Grana grá, í greipum frá eg brynni; skéldi þá med undrum á, ógnar náhrídinni.

22. Hel í dauda dansinn baud, dørva Haudum stíga; ledja saud í sárum raud, syrti ad naudum víga.

23. Leó fer ad farga her, forkinn ber og hamast; fordar sér og hrøckur hver, hlífar berar lamast.

24. Sundur molar hlíf og hol, hann med