Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/133

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

129

60. Líka fáa’ á lífi sjá, Leó má og Númi, hundrud fá þeir fjøgur þá; fótbíts bráir húmi.

61. Málma verar máttvaner, mædi bera nóga; en døglíngs her, sem dapur er, dreifir sér á skóga.


Fimtánda Ríma.


Farsældin med fridnnm er, sem fadmar brjóstid varma; strídid sæmd og sælu ver, sára vekur harma.

2. Eins og lind og ládid á, lognid breidir klædi, aungvir vindar anda ná, af því fyrir mædi.

3. Þá úr heidis háum stad, hita sólin rydur, og hárid greidir gullfjallad, í gaupnir jardar nidur.

4. Yfir sáir ilnum gód, alt eins lá og heiminn, hvørju strái á hvørri lód, hjúkrar þá ógleyminn.

5. Glóa hagar, glita fjøll, gyltar fljóta idur, þar flatmaga foldin øll, fadminn breidir vidur.

6. Allar myndir, land og lá, lofa heppni sína, drecka yndis anda þá, endurlifna og hlýna.

7. Allar rætur vakna vid, vøxt og aldin bera; þetta læt eg líkast Frid, Lognid meiga vera.

8. Ecki neinu ógnum Stríds, oss er hægt ad líkja, átu meini lands og lýds, lífs, og kónga ríkja.