Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/171

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

167

53. Þeingils hagur þannig stár; þrúdi gisti klæda, flesta daga; øll sín ár, aldrei misti gæda.

54. Kóngur, frí af naudum nú, nadda fárid rýrdi; fjørutíu þar og þrjú, þjódum ár hann stýrdi.

55. Styrkt af gudum stjórn var sú, stríds ei gisti baga, sexhundrudum sjøtíu og þrjú, sett fyrir Kristí daga.

56. Þá ad stigi bana bar, búin hóli klára, áttatíu og tveggja var, talinn sjóli ára.

57. Brá vid þá hjá þjód og drós, þegar ei Númi lifir, sem burt dáid lidi ljós, og lysti húmi yfir.

58. Siklíng dáinn syrgir her, saknar leingi frúin. Hnígur þá úr høndum mér, harpan streingja rúin.




Seljast óinnbundnar á Prentpappír 42. ß. r. S.