Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/44

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

40

21. Andinn hlýr, sem ilminn nýta, óspart lénar vitum sinn, í lífinu býr og brjóstid hvíta, í búngur þenur og dregur inn.

22. Húdin skæra hønd og fótinn, hægt í kríngum vafin er, um sívøl lærin, lidamótin litla hríngi marka sér.

23. Dúir andinn undir nafla, en svo hvít er hørunds brá, sem hlæjandi sólin skafla, silfur spýti geislum á.

24. Loka bugar brá skínandi; bragda hugur stansa fer, hann vard fluga eda andi, og naudugur leyndi sér.

25. Øllum píkum yndislegri, svo eingin stef eg til þess finn, Freyu lík, æ lángtum fegri, í lundi sefur Skjaldmeyin.

26. I huga hverfur Núma núna, næsta þad og trúlegt var: ad hann Mínervu hlífum búna, hátignada sjái þar.

27. Krýpur hann á kné sín bædi, kraptar þrotna líkamans, best sem kann af bæna frædi, baud med lotníng túngan hans.

28. Vaknar núna af svefni svanni, sýndar fljót og skøruglig, lýsti brúna báli ad manni, og bregdur fótum undir sig.

29. Allt var senn, ad hjálmur hylur, høfud, og brandinn þrífur mund, rædu hennar halur skilur, hnéfallandi á þessa lund: