Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/51

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

47

74. Heima sinnum setum valla; sóknar reynum vedur brád, þar til vinnum verøld alla, og vøldum einir høfum nád.

85. Mæti því á mældum velli, máttugt lid ad reyna kíf, þar í týgjum fyrst á felli, foríngi ydar veldur hlíf.

86. Þjód óveila þekji brynja, þegar fald á degi sér! látum heila heiminn skynja, ad hvíldir aldrei þurfum vér.


Fimta Ríma.


Vandi er þeim, sem vøldin á, vel á tignarstóli drottna; mikils verd er maktin há, ef manndygd lætur eigi þrotna.

2. Margir kóngar mjøg ad dád, málum øllum vilja snúa; en ef þeir hafa íllgjørn rád, undir þeim er neyd ad búa.

3. Sá med eigin augum sér, ecki nema slots hræsnara, undirsáta ørløg hér, ecki kann frá meinum vara.

4. Slíkur múgur vísir ver, ad vant ad stjórnar háttum gæti; fólkid kúgast, fantarner, flyckjast upp í valda sæti.

5. Til ad sedja fysna feikn, flesta kosti þá er vøl um: brjósta-krossa, titla og teikn, tekst ad fá med ríkisdølum.