Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/66

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

62

34. „Hreysti er gód, en vitska er vænst; víga þegar trodum stíginn; veit eg þjódin velur kænst, vitran mann og aldur-hníginn.“

35. Gamall svarar Saffanor, sá var Marsa rádgjafari: „þú skalt fara Foríngi vor, en fyrir þig vil eg midla svari.

36. „Hernum mæti høfdínginn, heitid segi, en leyni valla.“ Andsvør lætur lagast hinn: Leó megid þér mig kalla.

37. Fæddur er eg á fróni hér, flestar tídir bý á skógi, fátæklega, sem þú sjer, og safna lítid aura plógi.

38. En fyrst ad snara fýsir drótt, til foríngja mig í stríd ad hylla, vil eg fara nú í nótt, nádum Róma grams ad spilla.

39. Hundrud átta eg hafa skal, hrausta vera af ydar sonum, og í nátt med eld og fal, usla géra í herbúdonum.

40. Rómar varast valla þad, værdar medan tíminn stendur, nú skal fara strax af stad, stálin skrýdi menn og rendur.

41. Þessu sinnir Saffanor; sídan rádast menn til ferda, sem hafa inni afl og þor, ad ánni svo þeir gaungu herda.

42. Sínu lidi leynir hljótt, Leó þar med kænsku rara, þar til mid er metin nótt, móduna þeir yfir fara.