Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/81

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

77

2. Fullar hédan fjødrum á, fløgta i bylgjum vinda, skulu, eda yfir sjá, ad Isalandi synda;

3. Setjast spakar axlir á, úngum tródum seima, sýngja, qvaka og segja frá, sögum þjóda og heima.

4. Ad þeim hlynna hæglyndar, hvørgi vana týna, þeckja svinnar sæturnar, saungfuglana mína.

5. Fyrr á svædi sæmileg, saung eg qvædi snótum; þær mig bædi þecktu, og eg, þær ad gæda hótum.

6. Mørg vard kát þá orkti eg, Isahaudurs píka, eptirlát og ástúdleg, eins hin snauda og ríka.

7. Ei skulu hlaupa hundvíser, hvoptar med þeim rædum, ad eg kaupi ydar mér, ástir nú med qvædum.

8. Hédan fagna eg hendíngar, heim ad senda ydur, þeirra sagnir svívirtar, svo skal kæfa nidur.

9. Munu geymast mínar skrár, en meyar gleyma tjóni, ef eg sveima elli grár, eitt sinn heim ad Fróni.

10. Þegar eg dragna hlunna hest, heim sem ratar módur, skulu fagna Skáldi best, skarlatsfata tródur.

11. Gledst eg vid, ad vinur sá, er vessa sendist fjøldinn, lætur ydur ljóda skrá, lesa á Vetrar qvøldin.