Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/84

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

80

ríngum flóa; himinbláar hvassar vel, Hárs eldíngar glóa.

31. Saman hleypur her um leir, og hendir spjóta gaman; eins og steypast straumar tveir, úr stórum fljótum saman.

32. Hjørfar gnata hjálmum á, holdid skata grenna; blóds ólatir lækir þá, lands um flatir renna.

33. Leó vedur knár í kíf, kylfu medur sína; margra skédur skadi líf, Skøglar vedux hrína.

34. Rómul finna fýsir hal; fylkir hinn sá kræfi, felast inn í fylkíng skal, fyrsta sinn á æfi.

35. Þegar hrídin hørdust er, og høldar þeyta slaungum, Róma lýdur flýa fer, ad fjalla leitar gaungum.

36. Hinna þjódin hvatar þá, heiptar módi skorin, fødurmódur Magna á, marka blódug sporin.

37. Leó vill med víga skøll, virda trylla alla; þannig stillir øldin øll, inn á milli fjalla.

38. Þegar nú í þreyngslum dals, þorn og klótin braka, Rómar snúa fjødrum fals, fast á móti taka.

39. Øld um grund þar ýfir kíf, ákaft beitir skjóma, lidast sundur líf og hlíf, í loganum heita Oma.