Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/86

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

82

þjáir fætur; flugsteinana í hardri hríd, hrindast frá sér lætur.

50. Eins fer hann og hýdbjørninn, hjartad gégnum skotinn, banamanninn sækir sinn, sigur - megni þrotinn.

51. Leó brjótast veginn vann, þó velti bjørgum nidur; frá sér grjótid hendir hann, hvurgi stansar vidur.

52. Midri er nú hann á hlíd, hladinn þannig meinum; Númi ver hin vitri lýd, ad velta á manninn steinum.

53. Hetjan snara hrópa fer: hremsu nídir fjadra! veginn spara vil eg þér, vor þú bídir þadra.

54. Númi sídan manni mót, medur grídi unda; ofan hlídar hvatar fót, hinn vill bída funda.

55. Hamardránga einum á, eptir lánga mædu, meidar spánga mætast þá, og med sér fánga rædu.

56. Leó seigir: leyfdu mér, leingra veginn herda, vega ei eg vil ad þér, valinn fleygir sverda.

57. Því ad hetju huga þinn, hreysti met eg fremur, lát mig fletja herinn hinn, sem huganum betur kémur.

58. Stórhugadur, øtull er, úngur madur