Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/92

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

88

30. Númi tekur hans í hønd, og hóf ad ræda: þú mátt ferdum þínum ráda, þig á eg sjálfur vald ad náda.

31. Anaudugur aungvum skaltu um æfi vera, heim mátt krýndur heidri fara, hedan kémpan lista snara!

32. Hressist Leó hjalid vid og hérnæst seigir: þér vil, Númi, þjóna feginn, þad mig fælir aungvan veginn.“

33. Þannig Númi: „þó mér vildir þjónkun lána, þeigi vil eg þiggja hana, þræla munt’ ei tamur vana.

34. Géfur Númi gódann heft med gyltum reida, honum þá og heilla bidur, hetjuna svo mynnist vidur.

35. Skeinkir Leó skjøldinn sinn í skadabætur, frægstum Týri fíngra grjóta, fyrir þann, er nádi brjóta.

36. Fadmast svo med føgrum ordum fyrdar bádir; sínar heldur Leó leidir, lucku hvør þá ødrum beidir.

37. Rómúlur, sem horfdi og hlýddi á háttu slíka, aungvanveiginn lét sér líka, lasti nam þó ecki flíka.

38. Heim vill sídan herinn Róma hvatur draga, rída menn um heidi og haga, hardtnær bædi nótt og daga.