Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/95

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

91

57. „Mikla hétja, minn jafníngi ad makt og audi! eg hefi þig um eitt ad beida, ecki máttu hjá þér leida.

58. „Heima sit nú árid eitt med allan herinn; øll eru ríkis faung vor farin, en fátæklinga nógur skarinn.

59. „Alt hvad bænda orkusemi á ári greidir, herinn þinn í einu eydir, en ockur heima skortur neydir.

60. „Silfur vort og audur er í ykkar klædum; ydur horfir eins til nauda; ef ockur látid húngur-dauda.

61. „Því eg vil, ad þjód á ári þessu øllu, aungvan svo eg undan felli, akra ad sái og rækti velli.“

62. Rómúlur med svørtum svip og sídum brúnum, aungvu svarar ordi honum, og svo géck af mannfundonum.

63. Tasi Núma tekur hønd og tala nádi: „óska jeg þér alls hins góda, eins og mínar skyldur bjóda.

64. „Ad vísu ecki vænti eg þú værir giptur, Hersilíu heillum skaptur, hingad þegar kæmir aptur.

65. „Hlaut eg ei þá heppni þinn ad heita fadir; enn eg vil samt æ, sem bródur, elska þig af hjarta gódur.“