Bokki sat í brunni

Úr Wikiheimild

Bokki sat í brunni er íslensk þula sem til er í mörgum útgáfum. Þessi gerð er í handriti með rithönd Jóns Sigurðssonar forseta (DFS 67, bl. 197r):

Bokki sat í brunni
hafði blað í munni,
hristi sína hringi,
bað fugla að syngja
hjala sem móðir,
ljáðu mér vængi,
svo ég geti flogið
upp til fagra tungla,
tunglið, tunglið, taktu mig,
flyttu mig upp til skýja,
þar situr hún móðir mín
að kemba ull nýja
þar sitja systur
og skafa gullkistur,
þar sitja mágar
og skafa gulltágar,
þar sitja englar
og skafa gullteina,
þar sitja nunnur
og skafa gulltunnur.
Sæll er sá sem sofa má
bæði vel og lengi
undir einni drottningar hendi.