Dómur Landsdóms í máli nr. 3/2011/Sératkvæði Sigrúnar Magnúsdóttur

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Sératkvæði
Sigrúnar Magnúsdóttur

Ég er sammála meiri hluta dómenda um það, sem segir í köflum I til og með XI í dómsatkvæði þeirra, þar á meðal um forsendur og niðurstöður þeirra um sakargiftir á hendur ákærða í liðum 1.3, 1.4 og 1.5 í ákæru. Ég er á hinn bóginn sammála forsendum og niðurstöðu minni hluta dómenda um sakir, sem ákærði er borinn í lið 2 í ákæru. Samkvæmt því tel ég að sýkna eigi ákærða af kröfum ákæruvaldsins, en um sakarkostnað er ég sammála meiri hluta dómsins.