Ef leiðist þér, grey, að ganga
Útlit
Staðarhóls-Páll
Ort til eiginkonu hans, Helgu Jónsdóttur (Arasonar), einhverju sinni þegar hún ætlaði að skilja við hann.
- Ef leiðist þér, grey, að ganga,
- gefa vil ég þér hest.
- Segi' eg upp sambúð langa.
- Svo trúi' eg fari best.
- Hafir þú fornt á fótum,
- fá skaltu skæðin ný.
- Gakktu hart á grjótum
- og ganaðu upp í ský
- með bandvettlinga og traf,
- styttuband og staf.
- Farðu norður í Gýgjarfoss
- og stingdu þér þar á kaf.
- Sökktu til botns sem blý
- og komdu' aldrei upp frá því.