Ef leiðist þér, grey, að ganga

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
villa í sniði: ekki fjarlægja auðar breytur (sjá nánar í skjölun sniðs.)
Án titils
höfundur Staðarhóls-Páll
Ort til eiginkonu hans, Helgu Jónsdóttur (Arasonar), einhverju sinni þegar hún ætlaði að skilja við hann.
Ef leiðist þér, grey, að ganga,
gefa vil ég þér hest.
Segi' eg upp sambúð langa.
Svo trúi' eg fari best.
Hafir þú fornt á fótum,
fá skaltu skæðin ný.
Gakktu hart á grjótum
og ganaðu upp í ský
með bandvettlinga og traf,
styttuband og staf.
Farðu norður í Gýgjarfoss
og stingdu þér þar á kaf.
Sökktu til botns sem blý
og komdu' aldrei upp frá því.