Ellikvæði
Útlit
Ellikvæði
Höfundur: Bólu-Hjálmar
Höfundur: Bólu-Hjálmar
- Ævi sína enginn veit
- enda fyrir dægur,
- ellin margan illan beit,
- sem ungur þóttist frægur.
- Flestra dvína herlegheit,
- þó hárin gráu klæða.
- - Mörg er heimsins mæða.
- Endurminning einatt sleit
- út þegjandi tár
- - Mörg er heims mæða og mannraunin sár.
- Svei þér, elli, synd og gigt,
- svipur er þekkjanlegur;
- andskotinn á ykkar vigt
- út mér bölvan vegur;
- blóðið verður þar af þykkt,
- þankar vondir hræða.
- - Mörg er heimsins mæða.
- Aftansöngnum út er klykkt,
- en ellikvæðið stár.
- - Mörg er heims mæða og mannraunin sár.