Eyjafjörður finnst oss er

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
villa í sniði: ekki fjarlægja auðar breytur (sjá nánar í skjölun sniðs.)
Eyjafjörður finnst oss er
höfundur Benedikt Gröndal
Textinn er hér fenginn frá vef héraðsskjalasafns Skagfirðinga og er þar fenginn úr Vísnasafni Sigurðar J. Gíslasonar sem varðveitt er í safninu.
Eyjafjörður finnst oss er
fegurst byggð á landi hér.
Akureyri er þar fremst.
Enginn þaðan fullur kemst.
Höfðinginn, Hansen minn
hefur blek og apótek.
Þar mun koma Þórkatla
og þar er séra Guðmundur.