Fara í innihald

Fúsintesþula

Úr Wikiheimild

Fúsintesþula

1. Í MIÐJUM GARÐI axlar hann sín gullin skinn,
hann Fúsintes.
Svo gengur hann í höllina inn fyrir kónginn Kes.
„Sitjið þér heilir, kóngurinn Kes".
„Skafala kóngur sendir yður orð og góðar gáfur,
hann vill yðar dóttur fá til ekta sér".
„Hverja hefur þú sveina með þér?"
„Ég hef sveininn Hniprahnapr og Piprapapr
og Meistarafugl,
kútinn háa, kútinn lága, kútinn víða og kútinn síða,
frú vill kaupa fríða".


2. Í miðjum garði axlar hann sín gullin skinn,
hann Fúsintes.
Svo gengur hann í höllina inn fyrir Makintes.
„Sitið þér heilar, Makintes".
„Skafala kóngur sendir yður orð og góðar gáfur,
hann vill yðar dóttur fá til ekta sér".
„Hverja hefur þú sveina með þér?"
Ég hef sveininn Hniprahnapr og Piprapapr
og Meistarafugl,
kútinn háa, kútinn lága, kútinn víða og kútinn síða,
frú vill kaupa fríða".
„Hefur þú sagt mínum manni til,
honum kónginum Kes?"
„Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
„Segðu þá mínum syni til, honum Langintes".
„Það skal gjört", segir Fúsintes.


3. Í miðjum garði axlar hann sín gullin skinn,
hann Fúsintes.
Svo gengur hann í höllina inn fyrir Langintes.
„Sitjið þér heilir, Langintes".
„Skafala kóngur sendir yður orð og góðar gáfur,
hann vill yðar dóttur fá til ekta sér".
„Hverja hefur þú sveina með þér?"
„Ég hef sveininn Hniprahnapr og Piprapapr
og Meistarafugl,
kútinn háa, kútinn lága, kútinn víða og kútinn síða,
frú vill kaupa fríða".
„Hefur þú sagt mínum föður til, honum kónginum Kes?
„Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
„Hefur þú sagt minni móður til, henni Makintes?"
„Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
„Segðu þá mínum bróður til, honum Pontintes".
„Það skal gjört", segir Fúsintes.


4. Í miðjum garði axlar hann sín gullin skinn,
hann Fúsintes.
Svo gengur hann í höllina inn fyrir Pontintes.
„Sitjið þér heilir, Pontintes".
„Skafala kóngur sendir yður orð og góðar gáfur,
hann vill yðar dóttur fá til ekta sér".
„Hverja hefur þú sveina með þér?"
„Ég hef sveininn Hniprahnapr og Piprapapr
og Meistarafugl,
kútinn háa, kútinn lága, kútinn víða og kútinn síða,
frú vill kaupa fríða".
„Hefur þú sagt mínum föður til, honum kónginum Kes?
„Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
„Hefur þú sagt minni móður til, henni Makintes?"
„Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
„Hefur þú sagt mínum bróður, honum Langintes?"
„Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
„Segðu þá minni systur til, henni Rauðunös".
„Það skal gjört", segir Fúsintes.


5. Í miðjum garði axlar hann sín gullin skinn,
hann Fúsintes.
Svo gengur hann í höllina inn fyrir kónginn Kes.
„Sitjið þér heilar, Rauðunös".
„Skafala kóngur sendir yður orð og góðar gáfur,
hann vill yðar dóttur fá til ekta sér".
„Hverja hefur þú sveina með þér?"
„Ég hef sveininn Hniprahnapr og Piprapapr
og Meistarafugl,
kútinn háa, kútinn lága, kútinn víða og kútinn síða,
frú vill kaupa fríða".
„Hefur þú sagt mínum föður til, honum kónginum Kes?
„Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
„Hefur þú sagt minni móður til, henni Makintes?"
„Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
„Hefur þú sagt mínum bróður, honum Langintes?"
„Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
„Hefur þú sagt mínum bróður til, honum Pontintes?"
„Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
„Segðu þá henni sjálfri til, henni Rakintes".
„Það skal gjört", segir Fúsintes.


6. Í miðjum garði axlar hann sín gullin skinn,
hann Fúsintes.
Svo gengur hann í höllina inn fyrir Rakintes.
„Sitjið þér heilar, Rakintes".
„Skafala kóngur sendir yður orð og góðar gáfur,
hann vill yðar dóttur fá til ekta sér".
„Hverja hefur þú sveina með þér?"
„Ég hef sveininn Hniprahnapr og Piprapapr
og Meistarafugl,
kútinn háa, kútinn lága, kútinn víða og kútinn síða,
frú vill kaupa fríða".
„Hefur þú sagt mínum föður til, honum kónginum Kes?
„Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
„Hefur þú sagt minni móður til, henni Makintes?"
„Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
„Hefur þú sagt mínum bróður, honum Langintes?"
„Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
„Hefur þú sagt mínum bróður til, honum Pontintes?"
„Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
„Hefur þú sagt minni systur til, henni Rauðunös?"
„Það hef ég gjört", segir Fúsintes.
„Sæktu þá gangvaran gráa og legðu á hann forgylltan söðul".
Þar settust upp á kóngurinn Kes, Makintes, Langintes, Pontintes,
Rauðanös, Rakintes og Fúsintes,
reið allt heim að Skafalagarði,
Skafala kóngur úti stóð, rauk allt aftur af rassi hests!